U19 landsliđiđ heldur til Finnlands á Evrópumót

Evrópumót unglinga U19 hefst í Helsinki í Finnlandi á föstudaginn. Landslið Íslands fer utan á morgun til keppni.

Landslið U19 skipa Kristinn Ingi Guðjónsson BH, Nökkvi Rúnarsson TBR, Ólafur Örn Guðmundsson BH, Thomas Þór Thomsen TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, María Árnadóttir TBR, Rakel Jóhannesdóttir TBR og Sara Högnadóttir TBR.

 

U19 landslið Íslands 2011

 

Evrópumótið er bæði liðakeppni og einstaklingskeppni og hefst á liðakeppninni. Alls spila 278 keppendur á mótinu frá 35 löndum.

Danmörku er raðað númer eitt í liðakeppninni með keppendur eins og Viktor Axelsen, Kim Astrup Sørensen, Rasmus Fladberg, Sandra Marie Jensen og Line Kjærsfeldt innanborðs. Þá eru lönd eins og Rússland, England, Þýskaland og Holland með sterka keppendur. Í liðakeppninni eru löndunum skipt niður í 7 riðla og sigurvegari hvers riðils fer í átta liða úrslit. Ísland er í riðli með Hollandi, Lettlandi og Ungverjalandi. Liðakeppnin stendur til 19. apríl.

Einstaklingskeppnin hefst þriðjudaginn 19. apríl og stendur til 24. apríl. Í einliðaleik karla er Viktor Axelsen raðað númer eitt og í einliðaleik kvenna er Carolina Marin raðað númer eitt. Ragna Ingólfsdóttir hefur keppt þrisvar við Marin og nú síðast í mars í Sviss en þá tapaði Ragna fyrir henni eftir oddalotu.

Evrópumótið verður allt sýnt á badmintoneurope.tv

Smellið hér til að sjá niðurröðun í mótið.

Skrifađ 12. apríl, 2011
mg