Þrefaldur Íslandsmeistaratitill Magnúsar Inga

Íslandsmeistarar í tvenndarleik 2011 eru systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn. Þau sigruðu í úrslitum Helga Jóhannesson og Elínu Þóru Elíasdóttur 21-15 og 21-16.

 

Magnús Ingi og Tinna Íslandsmeistarar í tvenndarleik 2011


Þetta er fimmti Íslandsmeistaratitill Magnúsar og Tinnu í tvenndarleik en þau hafa nú sigrað í tvenndarleik þrjú ár í röð og hafa því fengið bikara til eignar og með þessum titli varð Magnús Ingi þrefaldur Íslandsmeistari 2011.

Smellið hér
til að sjá úrslit allra leikja á Meistaramóti Íslands í badminton.

Smellið hér
til að sjá lista yfir Íslandsmeistara árið 2011.

 

Skrifað 10. apríl, 2011
mg