Ţjálfaraskólinn á ensku

Þjálfaraskólinn í Álaborg sem menntað hefur badmintonþjálfara á háu stigi frá árinu 1989 er nú orðinn alþjóðlegur. Frá og með haustinu 2008 fer öll kennsla í skólanum fram á ensku en ennþá verður hægt að fá þar hæðstu menntun sem hægt er að öðlast sem badmintonþjálfari í Danmörku. Einnig eru samhliða kennd almenn íþróttafræði eins og líffæra- og lífeðlisfræði.

Skólinn er Íslendingum vel kunnugur en fjórir íslenskir badmintonþjálfarar hafa lokið þar námi Birna Petersen, Anna Lilja Sigurðardóttir, Tinna Helgadóttir og Magnús Ingi Helgason.

Fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og Íslendinga í badminton, Kenneth Larsen, er yfirkennari badmintonbrautar skólans. Hægt er að smella hér til að skoða nánari upplýsingar um skólann en heimasíða hans er www.sportshojskolen.dk.

Skrifađ 14. nóvember, 2007
ALS