Ragna og Katrín Íslandsmeistarar í tvíliđaleik

Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir TBR eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna 2011. Þær sigruðu í úrslitaleik Tinnu Helgadóttur TBR og Erlu Björgu Hafsteinsdóttur BH 21-14 og 21-16.

 

Ragna og Katrín Íslandsmeistarar í tvíliðaleik 2011


Þetta er sjötti Íslandsmeistaratitill þeirra Rögnu og Katrínar í tvíliðaleik kvenna en þær unnu 2003, 2006, 2007, 2008 og 2010.

Nú er í gangi síðasti leikur Meistaramóts Íslands, tvenndarleikur. Þar leika til úrslita systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn TBR við Helga Jóhannesson og Elínu Þóru Elíasdóttur TBR. Það er því spennandi að sjá hvort Magnús Ingi verði þrefaldur Íslandsmeistari eða hvort Magnús og Helgi verði báðir tvöfaldir Íslandsmeistarar líkt og Ragna Ingólfsdóttir.

Smellið hér
til að skoða úrslit allra leikja á Meistaramóti Íslands 2011.

 

Skrifađ 10. apríl, 2011
mg