Magnús Ingi og Helgi Íslandsmeistarar í tvíliðaleik

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla 2011 eru Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson TBR. Þeir sigruðu í úrslitaleiknum þá Arthúr Geir Jósefsson og Einar Óskarsson TBR 21-18 og 21-10.

Fyrri lotan var æsispennandi og jöfn og endaði 21-18. Seinni lotuna unnu Magnús og Helgi örugglega.

 

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla 2011

 

Þetta er fimmta árið í röð sem Magnús Ingi og Helgi sigra í tvíliðaleiknum.

Tvíliðaleikur kvenna er nú í gangi. Þar mæta þær Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Tinna Helgadóttir TBR þeim Rögnu Ingólfsdóttur og Katrínu Atladóttur TBR.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Meistaramóti Íslands í badminton.

Skrifað 10. apríl, 2011
mg