Áttundi Íslandsmeistaratitill Rögnu í einliđaleik

Ragna Ingólfsdóttir sigraði Tinnu Helgadóttur í úrslitum einliðaleiks kvenna á Meistaramóti Íslands 2011. Ragna hafði yfirhöndina allan leikinn og sigraði 21-16 og 21-13.

 

Ragna Ingólfsdóttir Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna

Sigur Rögnu í dag var áttundi Íslandsmeistaratitill hennar í einliðaleik kvenna og með honum náði Ragna sama árangri og Elsa Nilsen en hún átti met í fjölda Íslandsmeistatitla í einliðaleik.

Nú er í gangi tvíliðaleikur karla þar sem Íslandsmeistarar síðasta árs þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason TBR mæta Arthúri Geir Jósefssyni og Einari Óskarssyni TBR.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á Meistaramót Íslands í badminton með því að smella hér.

 

Skrifađ 10. apríl, 2011
mg