Magnús Ingi Helgason Íslandsmeistari í einliðaleik

Magnús Ingi Helgason varð rétt í þessu Íslandsmeistari í einliðaleik karla þegar hann sigraði Atla Jóhannesson í úrslitum eftir oddalotu 21-19, 23-35 og 21-16.

 

Magnús Ingi Helgason Íslandsmeistari í einliðaleik karla 2011


Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Magnúsar en hann sigraði líka árið 2007. Magnús Ingi og Atli léku báðir frábærlega í úrslitaleiknum en Magnús var sterkari í síðustu lotunni.

Nú er í gangi einliðaleikur kvenna í meistaraflokki en þar leika þær Tinna Helgadóttir TBR og Ragna Ingólfsdóttir TBR. Í þeim leik ver Ragna Ingólfsdóttir Íslandsmeistaratitil sinn en hún hefur orðið Íslandsmeistari í einliðaleik sjö sinnum.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á Meistaramóti Íslands í badminton með því að smella hér.

Einnig er hægt að horfa á beina útsendingu á www.ruv.is.

 

 

Skrifað 10. apríl, 2011
mg