Niđurröđun úrslitaleikja á Meistaramóti Íslands 2011

Á morgun verður leikið til úrslita á Meistaramóti Íslands í badminton. Leikið er í TBR húsunum við Gnoðarvog.

Úrslitaleikir í meistaraflokki verða í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og hefst útsending kl. 13.50. Úrslitaleikirnir í Meistaraflokki verða leiknir í eftirtaldri röð.

Einliðaleikur karla
Atli Jóhannesson – Magnús Ingi Helgason

Einliðaleikur kvenna
Tinna Helgadóttir – Ragna Ingólfsdóttir

Tvíliðaleikur karla
Helgi Jóhannesson/Magnús Ingi Helgason – Arthúr Geir Jósefsson/Einar Óskarsson.

Tvíliðaleikur kvenna
Tinna Helgadóttir/Erla Björg Hafsteinsdóttir – Katrín Atladóttir/Ragna Ingólfsdóttir.

Tvenndarleikur
Magnús Ingi Helgason/Tinna Helgadóttir – Helgi Jóhannesson/Elín Þóra Elíasdóttir

Úrslitaleikir í A, B og öldungaflokkum hefjast kl. 10:00 og er áætlað að þeim ljúki um kl. 12:30. Verðlaunaafhending fer fram að leikjum loknum eða um kl. 12:30.

Smellið hér til að sjá lista yfir leiki dagsins.

Skrifađ 9. apríl, 2011
mg