Magnús Ingi og Atli mætast í úrslitum

Undanúrslitum í einliðaleik karla í meistaraflokki var að ljúka rétt í þessu. 

Helgi Jóhannesson Íslandsmeistari síðustu þrjú ár og fimm sinnum alls beið lægri hlut fyrir Magnúsi Inga Helgasyni eftir oddalotu 22-20, 19-21 og 9-21. 

Magnús Ingi mætir Atla Jóhannessyni, bróður Helga, í úrslitum á morgun. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins. 

Undanúrslitaleikir í einliðaleik kvenna fara nú fram.

Skrifað 9. apríl, 2011
mg