Meistaramót Íslands hefst í dag

Í dag kl. 18:00 hefst keppni á Meistaramóti Íslands í badminton. Mótið fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog.

Keppni dagsins hefst á tvenndarleik í Meistaraflokki en um hálftíma síðar verður leikin fyrsta umferð í tvenndarleik í A- og B-flokki og síðan tekur við umferð í einliðaleik karla í Meistaraflokki. Önnur umferð í einliðaleik meistaraflokks karla hefst síðan kl. 20:05. Áætlað er að keppni föstudagsins ljúki um kl. 21:30.

Í dag verða leiknir 37 leikir. Á meistaramótinu verða leiknir alls 194 leikir en 154 keppendur eru skráðir til leiks.

Á morgun, laugardag, hefst keppni klukkan 9:00.

Smellið hér til að skoða dagskrá dagsins og nánari tímasetningar einstakra leikja.

Skrifað 8. apríl, 2011
mg