Lið Tinnu Helgadóttur áfram í fyrstu deild

Værlöse 2, lið Tinnu Helgadóttur, mun spila áfram í fyrstu deildinni í Danmörku á næsta tímabili en liðið spilaði síðasta leik sinn í milliriðli í gærkvöldi gegn Randers.  Værlöse 2 tapaði 5-8 fyrir Randers sem endaði í fyrsta sæti milliriðilsins.  Værlöse 2 lenti í því þriðja. 

Tinna spilaði tvo leiki fyrir lið sitt, tvíliðaleik og tvenndarleik.  Tvíliðaleikinn spilaði hún með Maria Alm gegn Maja Bech og Maiken Falk Hoffmann.  Tinna og Maria sigruðu 21-18 og 21-19. 

Tvíliðaleikinn spilaði Tinna með Morten Estrup en þau töpuðu naumlega eftir oddalotu fyrir Rene Lindskow og Henriette Rasmussen 21-11, 14-21 og 19-21. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureigna Værlöse 2 og Randers. 

Smellið hér til að sjá lokaniðurstöðu í milliriðli í umspili um hvaða lið falla niður í aðra deild.

Skrifað 7. apríl, 2011
mg