VŠrl÷se 2 bursta­i Triton Aalborg 10-3

Værlöse 2, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku deildinni, burstaði Triton Aalborg í gærkvöldi 10-3.  Þetta var mikilvæur sigur fyrir Værlöse 2 sem er nú í öðru sæti milliriðilsins sem spilar um hvaða lið falla niður í aðra deild á næsta tímabili. 

Fyrir leikinn var Triton Aalborg ofar en Værlöse 2 en nú er Værlöse 2 í öðru sæti riðilsins með 21 stig, Triton Aalborg í því þriðja með 20 stig og Randers í fyrsta með 22 stig.  Tryggt er að Værlöse 2 spilar aftur í fyrstu deildinni á næsta tímabili.

Værlöse 2 spilar við Randers næstkomandi þriðjudag, 5. apríl, en það er síðasti leikurinn í riðlinum.  Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Tinna spilaði tvo leiki fyrir lið sitt í gærkvöldi, einliðaleik og tvíliðaleik.  Einliðaleikinn spilaði hún við Lone Ö. Jörgensen og vann örugglega 21-12 og 21-14.  Tvíliðaleikinn spilaði Tinna með Josephine Van Zaane gegn Lone Ö. Jörgensen og Trine Villadsen.  Tinna og Josephine unnu 21-17 og 21-14. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureigna Værlöse 2 og Triton Aalborg.

Skrifa­ 30. mars, 2011
mg