Ragna komin í aðra umferð pólska opna mótsins

Ragna Ingólfsdóttir er nú að keppa á pólska opna mótinu. 

Hún keppti fyrr í dag við Nanna Vainio frá Finnlandi og vann örugglega 21-6 og 21-14.  Vainio er númer 136 á heimslistanum en Ragna númer 74. 

Ragna keppir næsta leik við Larisa Griga frá Úkraínu.  Griga er röðuð númer þrjú inn í mótið og er númer 34 á heimslistanum. Ragna hefur tvisvar att kappi við Griga, árið 2004 og árið 2007. 

Smellið hér til að sjá úrslit leikja á pólska opna mótinu.

Skrifað 25. mars, 2011
mg