Unglingamót KR næsta sunnudag

Nætkomandi sunnudag fer fram í B-sal KR heimilisins Unglingamót KR. Mótið er einliðaleiksmót þar sem leikið verður í B flokkum unglinga þ.e. aðeins opið fyrir þá sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum mótum fyrir sitt félag. Keppt verður í öllum flokkum unglinga U11, U13, U15, U17 og U19.

Mótaboðið frá Badmintondeild KR má nálgast með því að smella hér.

Sérstakt skráningareyðublað sem félögin hafa notað í vetur til að skrá í mót má nálgast með því að smella hér.

Heimasíða Badmintondeildar KR er www.kr.is/badminton.

Skrifað 13. nóvember, 2007
ALS