Vćrlöse 2 sigrađi Team Fredericia (O) 9-4

Værlöse 2, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku deildinni, sigraði Team Frediricia (O) 9-4. 

Tinna spilaði tvo leiki fyrir lið sitt, einliðaleik og tvíliðaleik og vann báða leikina. 

Hún lék gegn Lene Clausen í einliðaleik og vann 21-15 og 24-22.  Tvíliðaleikinn lék hún með Josephine Van Zaane gegn Maria Clausen og Cecile Clausen.  Tinna og Josephine sigruðu eftir oddalotu 15-21, 21-12 og 21-15. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Værlöse 2 og Team Fredericia. 

Værlöse 2 er nú í þriðja sæti milliriðils sem spilað er í um hvaða lið falla niður i aðra deild.  Næsti leikur er við toppliðið Triton Aalbog þriðjudaginn 29. mars næstkomandi.  Síðasti leikurinn er síðan við Randers sem er í öðru sæti.

Skrifađ 24. mars, 2011
mg