Frábćrt Meistaramót BH ađ baki

Meistaramót BH var haldið um helgina.  Mikil ánægja var með mótið sem var spilað í riðlum.  Tveir komust upp úr hverjum riðli og spiluðu í útláttarkeppni. 

Helgi Jóhannesson vann í einliðaleik karla í meistaraflokki og Snjólaug Jóhannsdóttir í einliðaleik kvenna.  Í tvíliðaleik sigruðu Broddi Kristjánsson og Njörður Ludvigsson í karlaflokki og Halldóra Elín Jóhannsdóttir og Katrín Atladóttir í tvennaflokki.  Í tvenndarleik unnu Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir.  Sigurvegarar í meistaraflokki eru allir úr TBR. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu. 

Mótið var það næstsíðasta í stjörnumótaröð BSÍ á undan Meistaramóti Íslands sem verður haldið helgina 8. - 10. apríl næstkomandi í TBR húsunum við Gnoðarvog.  Síðasta mótið fyrir Meistaramótið verður um næstu helgi í KR-heimilinu við Frostaskjól.

Skrifađ 22. mars, 2011
mg