Ragna úr leik á Sviss Open eftir gríđalega spennandi leik

Ragna er úr leik á Sviss Open 2011.

Hún keppti sinn fyrsta leik á mótinu við Carolina Marin frá Spáni. Viðureignin var höskuspennandi. Ragna vann fyrstu lotuna 21-19, tapaði annarri lotunni 21-15 og tapaði síðan seinunstu lotunni 21-17. Leikurinn var geysilega jafn og í síðustu lotunni stóð 19-17 fyrir Marin.

Ragna hefur tvisvar áður keppt við Marin og alltaf tapað mjög naumlega. Marin er í 67. Sæti heimslistans en Ragna í því 73.

Sviss Open er mjög sterkt mót, svokallað Grand Grix mót og aðeins sterkustu spilarar heims komast inn á mótið.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Sviss Open.

Skrifađ 15. mars, 2011
mg