Hilleröd vann Skibby 10 - 3

Hilleröd, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku deildinni, sigraði Skibby 10-3 á laugardaginn í milliriðli.

Magnús Ingi spilaði tvo leiki fyrir lið sitt, tvíliðaleik og tvenndarleik.  

Tvíliðaleikinn spilaði hann með Peter Rasmussen gegn Tobias Röndbjerg og Rasmus Brix Jensen.  Magnús og Peter sigruðu 21-18 og 21-13.

Tvenndarleikinn spilaði Magnús með Stine Kildegaard Hansen gegn Rasmus Brix Jensen og Louise Sæbye Krabbe. Magnús og Steine sigruðu 21-15 og 21-19.  

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Hilleröd og Skibby.  Hilleröd er í efsta sæti milliriðilsins með 15 stig og ekki í fallhættu en spilað er um hvaða lið falla niður um deild.

Næsti leikur Hilleröd er við Greve 3 laugardaginn 26. mars næstkomandi.

Skrifađ 14. mars, 2011
mg