Góđ umfjöllun um badminton í fjölmiđlum

Frábær árangur íslenska badmintonfólksins um helgina hefur sannalega vakið verðskuldaða athygli í fréttamiðlum landsins.

Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands, var í spjalli á Morgunvakt Rásar 2 í morgun. Hægt er að hlusta á spjallið með því að smella hér. Þá var Anna Lilja Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi BSÍ í viðtali hjá Rás 2 kl. 11.30 þar sem fjallað var um íþróttir helgarinnar.

Forsíðan og baksíðan á íþróttafréttum Morgunblaðsins var undirlögð undir umfjöllun um badminton og næstum heilsíða í Fréttablaðinu fjallaði um Iceland Express International mótið.

Í íþróttafréttum á Sjónvarpinu í gærkveldi tók Adolf Ingi Erlingsson saman mjög ítarlegan pakka um árangur badmintonfólksins um helgina þar sem viðtal var tekið við Árna Þór landsliðsþjálfara og einnig við badmintonkonurnar Rögnu og Tinnu. Hægt er að horfa á fréttina með því að smella hér. Einnig var fjallað um Iceland Express mótið í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld.

Badmintonsambandið þakkar fréttamönnum á öllum miðlum fyrir góða umfjöllun undanfarna daga.

Skrifađ 12. nóvember, 2007
ALS