Ný heimasíđa BSÍ

Badmintonsamband Íslands hefur látið útbúa fyrir sig nýja heimasíðu. Slóð síðunnar verður sú sama og þeirra gömlu eða www.badminton.is. Reikna má með að það taki nokkra daga að koma heimasíðunni almennilega í gang og gera allar aðgerðir virkar. Badmintonáhugamenn eru því beðnir að sýna okkur biðlund fyrstu dagana meðan allar helstu upplýsingar eru settar inná síðuna.

Gamla heimasíðan var orðin barn síns tíma og erfitt reyndist að uppfæra hana nema fá aðstoð sérfræðinga. Markmiðið er að á nýju síðunni muni birtast ný frétt alla virka daga um badminton og badmintontengd málefni. Einnig á að vera hægt að nálgast upplýsingar um reglur, mótahald og badmintonfélög á heimasíðunni.

Í nóvember er ætlunin að opna sérstaka myndasíðu á heimasíðunni þar sem hægt verður að skoða myndir frá ýmsum tímabilum í sögu badmintoníþróttarinnar á Íslandi. Ef einhverjir luma á skemmtilegum badmintonmyndum frá öllum tímabilum mega þeir gjarnan senda þær til okkar.

Vefstjóri heimasíðunnar er Anna Lilja Sigurðardóttir. Allar ábendingar, tillögur og fréttatilkynningar óskast sendar til hennar með tölvupósti á annalilja@badminton.is.

Skrifađ 23. september, 2007
ALS