Fréttir

7. júlí, 2017 - mg

Sumarskóli Badminton Europe í ţann mund ađ hefjast

Í morgun flaug íslenski hópurinn, sem tekur þátt í Sumarskóla Badminton Europe, til Slóveníu, með viðkomu í Sviss. Hópinn skipa Andri Broddason TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andrea Nilsdóttir TBR, Halla María Gústafsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH. Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari fór sem fararstjóri en hann fer jafnframt á þjálfaranámskeið sem er haldið á sama stað. Sumarskólinn er haldinn í 35. skipti og þetta er þriðja árið í röð sem hann er í Podcetrtek í Slóveníu. Þátttakendu eru 46 talsins frá 15 löndum. Smellið hér til að lesa um Sumarskóla Badminton Europe. Fjallað er um Sumarskólann daglega næstu vikuna á Facebook síðu Badminton Europe.
3. júlí, 2017 - mg

Stađa yfirţjálfara hjá Badmintonfélagi Akraness er laus til umsóknar

Badmintonfélag Akraness auglýsir stöðu yfirþjálfara lausa til umsóknar. Yfirþjálfari sér um æfingar fyrir alla aldurshópa. Mikil uppbygging er hjá félaginu og iðkendur eru flestir í unglingaflokkum. Nánari starfslýsing: Þjálfun og skipulagning æfinga, fylgd og utanumhald á badmintonmótum, bæði unglinga og fullorðinsmótum, samskipti við foreldra, stjórn og aðra þjálfara og þátttaka í uppbyggingu félagsins. Hæfniskröfur: Þjálfaramenntun, reynsla af iðkun og keppni í badminton kostur og íþróttakennaramenntun kostur. Áhugasamir sendi inn upplýsingar og ferilskrá til ia.badmfelag@gmail.com. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 1. ágúst. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í september 2017. Upplýsingar um starfið veitir Brynja Kolbrún Pétursdóttir formaður BA í síma 617-6318. 

23. júní, 2017 - mg

Mjög jöfn viđureign TBR og Club Sports da Madeira

TBR lék síðasta leik sinn í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða síðdegis í gær. Liðið mætti Club Sports da Madeira frá Spáni. Sigríður Árnadóttir og Kristófer Darri Finnsson unnu tvenndarleik sinn eftir oddalotu 13-21, 21-16, 21-17. 
Margrét Jóhannsdóttir vann einliðaleik sinn einnig eftir oddalotu 21-16, 15-21, 21-13. Daníel Jóhannesson tapaði einliðaleik sínum 17-21, 16-21. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri léku tvíliðaleik og töpuðu 19-21, 16-21. Sigríður og Margrét töpuðu líka tvíliðaleik sínum 18-21, 18-21. Viðureign þessara tveggja liða var því jöfn og spennandi og hefði getað endað hvernig sem var en að þessu sinni unnu Spánverjarnir 3-2. TBR lenti því í þriðja sæti riðilsins. BC Chambly Oise frá Frakklandi vann riðilinn, spænska liðið varð í öðru sæti og BAD 79 Anderlecht frá Belgíu hafnaði í fjórða sæti. Tvö lið fóru upp úr hverjum riðli. 
21. júní, 2017 - mg

Flottur sigur í höfn hjá TBR

TBR keppti sinn annan leik í Evrópukeppni félagsliða í dag. Liðið mætti BAD 79 Anderlecht frá Belgíu og vann 5-0. Sigríður Árnadóttir og Kristófer Darri Finnsson léku tvenndarleik við Julien Carraggi og Manin Vervaeke og unnu eftir mjög jafna oddalotu 13-21, 21-15, 22-20. Daníel Jóhannesson vann Alexandre Lallemand í einliðaleik, einnig eftir oddalotu, 21-11, 19-21, 21-18. Margrét Jóhannsdóttir vann Stephanie Van Wel örugglega 21-8, 21-10. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri unnu Julien Carraggi og Raphael Van Wel 21-14, 21-19. Sigríður og Margrét léku tvíliðaleik gegn Stephanie Van Wel og Manon Vervaeke 21-7, 21-10. Glæsilegur sigur í höfn hjá TBR. Næsti leikur hjá TBR er á morgun gegn Club Sports da Madeira frá Spáni.
20. júní, 2017 - mg

TBR tapađi fyrir Frökkunum í dag

TBR lék fyrsta leik sinn í dag í Evrópukeppni félagsliða sem fer nú fram í Mílanó á Ítalíu. Liðið mætti frönsku liði, BC Chambly Oise sem er raðað númer þrjú inn í keppnina. Bestu úrslitin hjá TBR voru í tvíliðaleik kvenna, sem Marrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir léku fyrir hönd TBR. Þær töpuðu eftir oddalotu 8-21, 21-14, 15-21. Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson áttu líka góðan tvíliðaleik þrátt fyrir að hafa tapað 17-21, 14-21. Daníel Jóhannesson tapaði einliðaleik sínum 13-21, 6-21 og Arna Karen Jóhannsdóttir tapaði 7-21, 4-21. Davíð Bjarni og Arna Karen léku tvenndarleik og töpuðu 10-21, 6-21. TBR tapaði því leiknum 0-5. Smellið hér til að sjá úrslit og viðureignir dagsins. Á morgun mætir TBR BAD 79 Anderlecht frá Belgíu. 

10. júní, 2017 - mg

Góđur árangur hjá Afrekshópnum í Litháen

Í dag léku Kristófer og Margrét í sextán liða úrslitum í tvenndarleik á Alþjóðlega litháenska mótinu. Þau mættu Mark Sames og Vytaute Fomkinaite frá Litháen og unnu 21-14, 21-13. Þau léku því næst í átta liða úrslitum gegn Sören Toft og Lisa Kramer frá Danmörku. Leikurinn var mjög spennandi, sér í lagi oddalotan sem endaði með því að Kristófer og Margrét töpuðu 21-13, 18-21, 25-27. Davíð Bjarni og Arna Karen léku líka hörkuleik í morgun í tvenndarleik gegn Manuel Manca og Jennifer Kobelt frá Sviss. Davíð og Arna þurftu að játa sig sigruð eftir oddalotu sem endaði 17-21, 21-14, 12-21. Margrét lék einnig í einliðaleik í dag. Hún vann ísraelsku stúlkuna Dana Danilenko 21-16, 21-17. Hún tapaði svo í átta manna úrslitum fyrir Anne Hald frá Danmörku 9-21, 13-21. Margrét og Sigríður léku svo tvíliðaleik gegn Anastasiya Prozorova og Valeriya Rudakova frá Úkraínu sem slógu okkar stúlkur úr keppni 21-11, 21-16. Íslenski hópurinn heldur heim á leið á morgun, sunnudag.
9. júní, 2017 - mg

Tvö íslensk pör fóru áfram í tvenndarleik

Tvenndarleikjum dagsins var að ljúka á Alþjóðlega litháenska mótinu. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir léku gegn Filip Budzel og Tereza Svábiková frá Tékklandi. Daníel og Sigríður töpuðu 19-21, 17-21. Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir eru með röðun númer fjögur inn í greinina. Þau öttu kappi við Vegard Rikheim og Marie Christensen frá Noregi. Kristófer og Margrét unnu 21-19, 21-9 og keppa í annarri umferð á morgun gegn heimamönnum. Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir eru með röðun númer fimm inn í greinina. Þau mættu Mikk Ounmaa og Sigrid Laura Moora frá Eistlandi. Leiknum lauk með sigri Davíðs og Örnu eftir oddalotu 19-21, 21-18, 22-20. Þau keppa því einnig í annarri umferð á morgun gegn pari frá Sviss.

9. júní, 2017 - mg

Margrét komin áfram í einliđaleik

Aðalkeppni Alþjóðlega litháenska mótsins hófst nú eftir hádegi með einliðaleikjum. Margrét Jóhannsdóttir lék gegn Monika Radovska frá Lettlandi og vann auðveldlega 21-9, 21-14. Hún mætir svo Dana Danilenko frá Ísrael á morgun. Sigríður Árnadóttir atti kappi við Manon Krieger frá Frakklandi en henni var raðað númer átta inn í greinina. Sigríður tapaði 12-21, 14-21. Keppni í tvíliðaleik karla hófst nú síðdegis. Eiður Ísak Broddason og Daníel Jóhannesson öttu kappi við pólskt par sem var raðað númer eitt inn í greinina, Lukasz Moren og Wojciech Szkudlarczyk sem unnu 11-21, 12-21. Róbert Ingi Huldarsson og Tomas Dovydaitis töpuðu fyrir Mathias Thyrri og Sören Toft frá Danmörku 10-21, 16-21. Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson léku gegn Mohmed Misbun Misbun Shawal og Muhammed Izzuddin Shamsul Muzli frá Malasíu. Þeir malasísku slógu íslensku strákana úr leik með því að sigra 21-18, 21-14. Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir sátu hjá í fyrstu umferð í tvíliðaleik og leika ekki fyrr en á morgun.
9. júní, 2017 - mg

Sigríđur komin inn í ađalkeppnina

Sigríður Árnadóttir vann síðasta leik sinn í forkeppni einliðaleiks kvenna á Alþjóðlega litháenska mótinu í morgun og vann sér þannig inn keppnisrétt í aðalkeppni mótsins. Hún sigraði Merit Mägi frá Eistlandi örugglega 21-10, 21-8. Hún mætir svo í fyrsta leik Manon Krieger frá Frakklandi en henni er raðað númer átta inn í einliðaleik kvenna í mótinu. Margrét Jóhannsdóttir etur kappi við Monika Radovska frá Lettlandi í einliðaleik á eftir. Síðar í dag hefjast einnig leikir í tvíliða- og tvenndarleik.
8. júní, 2017 - mg

Alţjóđlega litháenska mótiđ er hafiđ

Alþjóðlega litháenska mótið hófst í Kaunas í Litháen í dag með forkeppni í einliðaleik. Eiður Ísak Broddason vann fyrsta leik sinn í forkeppninni en þar atti hann kappi við Linas Supronas frá Litháen og vann 21-10, 21-10. Annan leikinn lék hann ggn Richard Kehl frá Svíþjóð og þar laut hann í lægra haldi 20-22, 12-21. Róbert Ingi Huldarsson lék gegn Rafael Galvez frá Spáni og tapaði fyrir honum 12-21, 10-21. Kristófer Darri Finnsson sat hjá í fyrstu umferð og í þeirri annarri vann hann Robert Sokman frá Eistlandi 21-9, 21-12. Í þriðju umferð mætti Kristófer Mikk Ounmaa frá Eistlandi sem var honum sterkari og sló Kristófer út með sigri 21-19, 21-6. Davíð Bjarni tapaði fyrir Jakob Stage frá Danmörku 14-21, 11-21. Daníel Jóhannesson vann fyrsta leik sinn gegn Mantas Mauke frá Liháen 21-9, 21-7. Hann lék því næst gegn Mikk Järveoja frá Eistlandi og vann hann líka 21-19, 22-20. Í þriðju umferð lék Daníel gegn Ridzwan Rahmat frá Malasíu. Sá malasíski vann 21-7, 21-12. Arna Karen Jóhannsdóttir mætti í forkeppni einliðaleiks kvenna Valeriya Rudakova frá Úkraínu, sem var raðað númer sex inn í forkeppnina. Arna Karen tapaði 13-21, 15-21. Sigríður Árnadóttir atti kappi við Vaiva Zymantaite frá Litháen og sigraði 21-11, 21-15. Hún spilar á morgun síðasta leikinn í forkeppninni en sigurvegari þess leiks kemst upp í aðalkeppnina. Margrét Jóhannsdóttir fór beint inn í aðalkeppnina og keppir í einliðaleik á morgun. Á morgun hefst keppni í tvíliða- og tvenndarleik.