Fréttir

24. apríl, 2017 - mg

U19-A landsliðsæfing á föstudaginn

U19 og A-landsliðsæfing verður á föstudaginn klukkan 19:20 til 21:00 í TBR. Æfingin verður í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: U19+A: Eiður Ísak Broddason TBR, Jónas Baldursson TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Róbert Þór Henn TBR, Róbert Ingi Huldarsson BH, Sigurður Eðvarð Ólafsson BH, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Atli Tómasson TBR, Elvar Már Sturlaugsson BH, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Þórunn Eylands Harðardóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir BH, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA, Anna Margrét Guðmundsdóttir BH og Andrea Nilsdóttir TBR. Ef einhver kemst ekki þá er viðkomandi beðinn um að láta Atla vita. Netfang hans er atli@badminton.is
24. apríl, 2017 - mg

Valið í Nordic Camp

Badmintonsambönd Norðurlandanna hafa um árabil haldið æfingabúðir árlega sem kallast Nordic Camp. Hverju Norðurlandanna er boðið að senda sex þátttakendur úr aldursflokknum U15 í æfingabúðirnar ár hvert. Einnig er í boði að senda þjálfara á námskeið sem keyrt er samhliða æfingabúðunum. Í ár verða Nordic Camp æfingabúðirnar í Kristiansand í Noregi. Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari hafa valið þátttakandur fyrir Íslands hönd. Fyrir valinu urðu þau Gústav Nilsson TBR, Steinþór Emil Svavarsson BH, Sigurður Patrik Fjalarsson KR, Karolina Prus KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Nordic Camp fer fram dagana 7. - 11. ágúst í sumar. Miðað við upplifun íslensku leikmannanna undanfarin ár á hópurinn von á skemmtilegum æfingabúðum og góðri þjálfun frá færum þjálfurum víðsvegar frá Norðurlöndum. Einar Óskarsson Aftureldingu fer á þjálfaranámskeiðið og verður jafnframt fararstjóri hópsins.
18. apríl, 2017 - mg

Unglingalandsliðsæfing á föstudaginn

Sjöunda unglingalandsliðsæfing vetrarins verður á föstudaginn klukkan 19:20 til 21:00 í TBR. Æfingin verður í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: U11-U13: Máni Berg Ellertsson ÍA, Arnar Svanur Huldarsson BH, Steinar Petersen TBR, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Gabriel Ingi Helgason BH, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH, Lilja BU TBR, Sigurbjörg Árnadóttir TBR og María Rún Ellertsdóttir ÍA. U15: Gústav Nilsson TBR, Steinþór Emil Svavarsson BH, Stefán Árni Arnarsson TBR, Sigurður Patrik Fjalarsson KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH, Karolína Prus KR, Anna Alexandra Petersen TBR, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR. U17: Eysteinn Högnason TBR, Einar Sverrisson TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Þórður Skúlason BH, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andri Broddason TBR, Þórunn Eylands Harðardóttir TBR, Andrea Nilsdóttir TBR, Una Hrund Örvar BH, Halla María Gústafsdóttir BH og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Ef einhver kemst ekki þá er viðkomandi beðinn um að láta Atla vita. Netfang hans er atli@badminton.is Næsta æfing unglingalandsliðs á eftir þessari er föstudaginn 7. apríl í TBR.Sjöunda unglingalandsliðsæfing vetrarins verður á föstudaginn klukkan 19:20 til 21:00 í TBR. Æfingin verður í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: U11-U13: Máni Berg Ellertsson ÍA, Arnar Svanur Huldarsson BH, Steinar Petersen TBR, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Gabriel Ingi Helgason BH, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH, Lilja BU TBR, Sigurbjörg Árnadóttir TBR og María Rún Ellertsdóttir ÍA. U15: Gústav Nilsson TBR, Steinþór Emil Svavarsson BH, Stefán Árni Arnarsson TBR, Sigurður Patrik Fjalarsson KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH, Karolína Prus KR, Anna Alexandra Petersen TBR, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR. U17: Eysteinn Högnason TBR, Einar Sverrisson TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Þórður Skúlason BH, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andri Broddason TBR, Þórunn Eylands Harðardóttir TBR, Andrea Nilsdóttir TBR, Una Hrund Örvar BH, Halla María Gústafsdóttir BH og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Ef einhver kemst ekki þá er viðkomandi beðinn um að láta Atla vita. Netfang hans er atli@badminton.is Næsta æfing unglingalandsliðs á eftir þessari er föstudaginn 7. apríl í TBR.
16. apríl, 2017 - mg

Íslenskir keppendur á Alþjóðlega króatíska mótinu

Stór hluti Afrekshóps Badmintonsambands Íslands fór til Króatíu um páskana og tók þátt í Alþjóðlega króatíska mótinu. Auk þeirra Eiðs Ísaks Broddasonar, Davíðs Bjarna Björnssonar, Kristófers Darra Finnssonar, Daníels Jóhannessonar, Örnu Karenar Jóhannsdóttur, Margrétar Jóhannsdóttur, Þórunnar Eylands og Sigríðar Árnadóttur fóru Andrea Nilsdóttir og Sigurður Sverrir Gunnarsson í þessa keppnisferð. Eiður Ísak, Kristófer, Davíð Bjarni og Sigurður Sverrir töpuðu fyrsta einliðaleik sínum í forkeppninni. Daníel vann tvo einliðaleiki en tapaði síðan fyrir Filip Budzel og komst ekki upp úr forkeppninni. Stelpurnar fóru allar í aðalkeppnina en töpuðu þar fyrsta leik, allar nema Margrét. Hún vann Frida Lindstrom frá Svíþjóð eftir oddalotu 22-20, 17-21, 21-16. Margrét tapaði svo í öðrum leik fyrir Maja Pavlinic frá Króatíu 21-13, 21-10. Eiður og Sigurður spiluðu í tvíliðaleik gegn dönskum piltum og töpuðu 21-17, 21-17. Davíð Bjarni og Kristófer töpuðu líka tvíliðaleik sínum en þeir mættu heimamönnum og töpuðu 21-9, 21-12. Arna Karen og Þórunn töpuðu fyrir dönskum stúlkum í tvíliðaleik en Margrét og Sigríður unnu Antonia Meinke frá Austurríki og Ana Marija Setina frá Slóveníu 16-21, 21-19, 21-19. Þær mættu í annarri umferð Eistum sem var raðað númer eitt inn í greinina, Kristin Kuuba og Helina Rüütel. Þær töpuðu fyrir þeim 14-21, 13-21. Íslensku keppendurnir tóku einnig þátt í tvenndarleik. Þau duttu öll út eftir fyrsta leik í þeirri grein. Smellið hér til að sjá úrslit á Alþjóðlega króatíska mótinu.
9. apríl, 2017 - mg

Íslandsmeistarar í B-flokki

Íslandsmeistari í einliðaleik karla í B-flokki er Andri Broddason TBR en hann vann í úrslitum Tómas Andra Jörgensson ÍA 21-18, 21-16. Karolina Prus KR er Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna eftir sigur í úrslitum á Björk Orradóttur TBR 21-18, 21-19. Tvíliðaleik karla unnu Askur Máni Stefánsson og Garðar Hrafn Benediktsson BH en þeir unnu Brynjar Má Ellertsson og Tómas Andra Jörgensson ÍA í úrslitum eftir oddalotu 21-18, 15-21, 21-19 og hömpuðu því titlinum. Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna eru Bjarndís Helga Blöndal Hamri og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en þær unnu í úrslitum Karolinu Prus KR og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 21-8, 14-21, 21-15. Íslandsmeistarar í tvenndarleik eru Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Þau unnu í úrslitum Sigurð Inga Pálsson TBR og Bjarndísi Helgu Blöndal Hamri 21-10, 21-12. Smellið hér til að sjá úrslit á Meistaramóti Íslands 2017. Myndir frá Meistaramóti Íslands má finna á Facebooksíðu Badmintonsambands Íslands.
9. apríl, 2017 - mg

íslandsmeistarar í A-flokki

Haukur Gylfi Gíslason Samherjum er Íslandsmeistari í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Harald Guðmundsson TBR eftir oddalotu 12-21, 21-17, 21-18. Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR er Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna en hún vann Unu Hrund Örvar BH í úrslitum 21-13, 21-13. Ingólfur Ingólfsson og Sævar Ström eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik. Þeir unnu Indriða Björnsson TBR og Þórhall Einisson Hamri í úrslitum 21-13, 21-15. Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH unnu titilinn í tvíliðaleik kvenna. Þær unnu Arndísi Sævarsdóttur og Svanfríði Oddgeirsdóttur Aftureldingu 21-12, 21-17. Í tvenndarleik mættu Haraldur Guðmundsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR þeim Birgi Hilmarssyni og Sigrúnu Marteinsdóttur í úrslitum. Haraldur og Guðbjörg unnu eftir oddalotu 21-14, 17-21, 21-18 og hömpuðu því Íslandsmeistaratitlinum. Smellið hér til að sjá úrslit á Meistaramóti Íslands 2017
9. apríl, 2017 - mg

Íslandsmeistarar í Æðstaflokki

Æðstiflokkur er fyrir keppendur á aldrinum 50-60 ára. Íslandsmeistari í einliðaleik karla í Æðstaflokki er Árni Haraldsson TBR. Hann vann í úrslitum, eftir oddalotu, Aðalstein Huldarsson ÍA 12-21, 21-12, 21-10. Einn tvíliðaleikur karla var spilaður í flokknum en þar mættust Gunnar Þór Gunnarsson og Sigfús B. Sverrisson TBR og Alexander Eðvarðsson TBR og Egill Þór Magnússon Aftureldingu. Gunnar Þór og Sigfús fóru með sigur úr bítum 21-15, 21-18 og urðu þar með Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla í Æðstaflokki. Smellið hér til að sjá úrslit á Meistaramóti Íslands 2017. Myndir frá Meistaramóti Íslands má finna á Facebooksíðu Badmintonsambands Íslands.
9. apríl, 2017 - mg

Margrét er þrefaldur Íslandsmeistari

Margrét Jóhannsdóttir TBR varð rétt í þessu þrefaldur Íslandsmeistari þegar hún, ásamt Sigríði Árnadóttur, sigraði Elsu Nielsen TBR og Drífu Harðardóttur ÍA í úrslitum tvíliðaleiks kvenna í meistaraflokki. Þær unnu í tveimur lotum 21-19, 21-14. Með því varð Margrét nítjándi einstaklingurinn frá upphafi Meistaramótsins, í rúmlega 75 ár, til að verða þrefaldur Íslandsmeistari. Nú eru í gangi úrslit í A-, B- og Æðstaflokki.

 

9. apríl, 2017 - mg

Davíð Bjarni og Kristófer Darri eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik

Daníel Thomsen og Kári Gunnarsson mættu Davíð Bjarna Björnssyni og Kristófer Darra Finnssyni, allir úr TBR, í úrslitum tvíliðaleiks karla. Eftir mjög skemmtilegan og spennandi leik unnu Davíð Bjarni og Kristófer sinn fyrsta titil í meistaraflokki þegar þeir unnu leikinn eftir oddalotu 21-17, 15-21, 21-16. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson eru Íslandsmeistaraar í tvíliðaleik karla 2017. Nú er síðasti úrslitaleikurinn í meistaraflokki í gangi, tvíliðaleikur kvenna.
9. apríl, 2017 - mg

Margrét er Íslandsmeistari í einliðaleik

Í úrslitum einliðaleiks kvenna mættust Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Margrét vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í einliðaleik í fyrra. Margrét var með yfirburði alla fyrri lotuna og vann hana örugglega 21-7. Seinni lotan var jafnari en hún endaði samt með sigri Margrétar 21-15. Margrét er því Íslandsmeistari í einliðaleik annað árið í röð. Hún varð einnig Íslandsmeistari í tvenndarleik fyrr í dag og spilar í úrslitum tvíliðaleiks kvenna á eftir. Hún á því möguleika á að verða þrefaldur Íslandsmeistari í dag.