Fréttir

21. september, 2017 - mg

Atlamót ÍA er um helgina

Atlamót ÍA verður haldið um helgina. Mótið er annað mót vetrarins í mótaröð BSÍ. Keppendur verða 58 talsins frá fjórum félögum, Aftureldingu, BH, ÍA og TBR. Keppt verður í riðlum í öllum flokkum. A-, B- og Meistaraflokki og öllum greinum, einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Keppt verður í tvíliða- og tvenndarleik á laugardaginn og í einliðaleik á sunnudaginn. Mótið verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefst klukkan 10 á laugardaginn. Áætluð mótslok eru klukkan 17 á sunnudag. Vinsamlegast athugið að íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetufrítt svæði. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.
21. september, 2017 - mg

Reykjavíkurmeistarar barna og unglinga 2017

Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR um helgina. Mótið er hluti af unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Einn leikmaður varð þrefaldur Reykjavíkurmeistari í ár, Gústav Nilsson TBR í flokki U15. Sex einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Steinar Petersen TBR (U13) í einliða- og tvenndarleik, Sigurbjörg Árnadóttir TBR (U13) í einliða- og tvenndarleik, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR (U15) í einliða- og tvenndarleik, Andri Broddason TBR (U17) í einliða- og tvíliðaleik, Einar Sverrisson TBR (U19) í tvílið- og tvenndarleik og Þórunn Eylands TBR (U19) í einliða- og tvenndarleik. Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru: Í einliðaleik: Elís Þór Dansson TBR (U19) og Halla María Gústafsdóttir BH (U17). Í tvíliðaleik: Daníel Máni Einarsson TBR (U13), Eiríkur Tumi Briem TBR (U13), Stefán Árni Arnarsson TBR (U15), Hildur Gísladóttir Samherjum (U15), María Rún Ellertsdóttir ÍA (U15), Karolina Prus BH (U17) og Katrín Vala Einarsdóttir BH (U17). Í tvenndarleik: Brynjar Már Ellertsson ÍA (U17) og Una Hrund Örvar BH (U17). Úrslit leikja á Reykjavíkurmóti unglinga má nálgast með því að smella hér.
19. september, 2017 - mg

Landsliđsćfing á föstudaginn - yngri hópur

Á föstudaginn verður unglingalandsliðsæfing í TBR frá klukkan 19:20-21:00. Æfingin verður í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: Máni Berg Ellertsson ÍA, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH, Einar Óli Guðbjörnsson TBR, Lilja Bu TBR, Sigurbjörg Árnadóttir TBR, Steinar Petersen TBR, Eiríkur Tumi Briem TBR, Gabríel Ingi Helgason BH, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, María Rún Ellertsdóttir ÍA, Hildur Marín Gísladóttir Samherjum, Margrét Guangbing Hu Hamri, Steinþór Emil Svavarsson BH, Gústav Nilsson TBR, Stefán Árni Arnarsson TBR, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR, Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR, Sigurður Patrik Fjalarsson KR, Tómas Sigurðarson TBR, Katrín Vala Einarsdóttir BH, Karolina Prus BH, Anna Alexandra Petersen TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Una Hrund Örvar BH og Björk Orradóttir TBR. Ef einhver kemst ekki þá er sá hinn sami beðinn um að láta Atla vita. Netfang hans er atli@badminton.is og símanúmerið 846 2248.

14. september, 2017 - mg

Unglingamótaröđin hefst á laugardaginn

Á laugardaginn er fyrsta unglingamót vetrarins innan unglingamótaraðar Badmintonsambandsins, Reykjavíkurmót unglinga, á dagskrá. Mótið verður í TBR við Gnoðarvog og hefst klukkan 10. Áætluð mótslok eru um klukkan 16. Keppendur eru 66 talsins frá sjö félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherjum og TBR. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

13. september, 2017 - mg

Afrekshópur, Framtíđarhópur og ađrir landsliđshópar

Landsliðsþjálfarar hafa valið í Afrekshóp Badmintonsambandsins fyrir tímabilið 2017-2018. Afrekshópinn skipa Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Útbúinn hefur verið Framtíðarhópur en hann skipa Andrea Nilsdóttir TBR, Andri Broddason TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Atli Tómasson TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Eysteinn Högnason TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Róbert Ingi Huldarsson BH, Þórður Skúlason BH og Þórunn Eylands TBR. Landsliðsæfingar fara fram á föstudagskvöldum í TBR einu sinni í mánuði fyrir yngri hóp og einu sinni í mánuði fyrir eldri hóp. Valið hefur verið í þessa hópa og hægt er að nálgast þá með því að smella hér. Næstu landsliðsæfingar fara fram föstudaginn 22. september, fyrir yngri hóp, og föstudaginn 29. september fyrir eldri hóp. Æfingabúðir fara fram sex til átta sinnum á ári og boðað er sérstaklega í þær æfingabúðir með því að setja frétt á heimasíðuna, Facebook síðu Badmintonsambandsins og með því að senda póst til aðildarfélaga. Næstu æfingabúðir fara fram helgina 10. - 12. nóvember. Smellið hér til að sjá dagskrá og mótaskrá vetrarins 2017 - 2018. 

11. september, 2017 - mg

KBK tapađi fyrsta leik tímabilsins

Danska deildin hófst um helgina. Kári Gunnarsson spilar með KBK Kbh. í vetur en félagið spilar í 2. deild en deildin er spiluð í tveimur átta liða riðlum. Fyrsti leikur liðsins var gegn Solrød Strand 3 á laugardaginn. Lið KBK tapaði 5-8. Kári lék annan einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Frederik Anker Nielsen. Kári vann leikinn auðveldlega 21-5, 21-11. Tvíliðaleikinn lék hann með Nikolaj Eskesen. Þeir mættu Thomas Dew-Hattens og Andreas Fleischer sem höfðu yfirhöndina allan tímann og unnu 21-15, 21-9. KBK vann auk einliðaleiks Kára báða einliðaleiki kvenna og fyrsta einliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar KBK og Solrød Strand 3. Eftir þessa fyrstu umferð annarrar deildar er KBK í 7. sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Næsti leikur liðsins er laugardaginn 23. september gegn Gentofte 2.
10. september, 2017 - mg

Daníel og Arna Karen unnu fyrsta mót vetrarins

Fyrsta mót mótaraðar BSÍ, Einliðaleiksmót TBR, var haldið á föstudagskvöldið. Eingöngu var keppt í meistaraflokki í einliðaleik. Fjórtán keppendur voru í karlaflokki og bar Daníel Jóhannesson TBR sigur úr bítum eftir að hafa unnið Davíð Bjarna Björnsson TBR í úrslitum 21-12, 21-17. Smellið hér til að sjá úrslit leikja í einliðaleik karla. Í einliðaleik kvenna voru fjórir keppendur skráðir til leiks og einn leikmaður þurfti að skrá sig úr keppni. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í einliðaleik kvenna. Næsta mót í mótaröðinni, Atlamót ÍA, er helgina 23. - 24. september, á Akranesi.
7. september, 2017 - mg

Fyrsta mót tímabilsins er annađ kvöld

Fyrsta mót vetrarins, Einliðaleiksmót TBR, er á morgun föstudaginn 8. september og hefst klukkan 18. Mótið er það fyrsta í mótaröð Badmintonsambandsins en mótin eru alls níu á þessu keppnistímabili, sem hefst á morgun. Á þessu móti er eingöngu keppt í einliðaleik í meistaraflokki. Alls eru 14 keppendur skráðir til leiks í meistaraflokki karla og má sjá niðurröðun og tímasetningar með því að smella hér. Kristófer Darri Finnsson TBR fær röðun númer eitt og Eiður Ísak Broddason TBR fær röðun númer tvö. Aðeins fjórir keppendur eru skráðir til leiks í meistaraflokki kvenna og þar er keppt í riðli. Smellið hér til að sjá tímasetningar í einliðaleik kvenna. Annað mót mótaraðarinnar, Atlamót ÍA, er helgina 23. - 24. september.

29. ágúst, 2017 - mg

Fyrstu ćfingabúđir vetrarins fara fram um helgina

Fyrstu æfingabúðir landsliðshópa verða haldnar fyrstu helgina í september og fara fram í TBR. Dagskrá búðanna er eftirfarandi: Föstudagur: 19:30-21:30: U19 og Meistaraflokkur. Laugardagur: 9-10:30: U19 og Meistaraflokkur, 10:30-12: U11 og U13 (U19 hjálpar til), 13-16: U15-U17, 16:30-19: U19 og Meistaraflokkur. Sunnudagur: 9-11: U11-U13, 11-13: U13 og U15, 14-16: U15 og U17, 16-18: U17, U19 og Meistaraflokkur. Eftirtaldir leikenn eru boðaðir á æfingarnar: 2007 og 2008 - U11: Máni Berg Ellertsson ÍA, Arnar Freyr Fannarsson ÍA, Viktor Freyr Ólafsson ÍA, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH, Birkir Darri Nökkvason BH, Rúnar Gauti Kristjánsson BH, Hinrik Óskarsson TBR, Emma Katrín Helgadóttir TBR og Birgitta Ragnarsdóttir TBR. 2006 - U13: Einar Óli Guðbjörnsson Afturelding, Kristófer Njálsson Afturelding, Ari Páll Egilsson TBR, Lilja Bu TBR, Sigurbjörg Árnadóttir TBR, Theodór Óskarsson TBR: 2005 - U13: Steinar Petersen TBR, Eiríkur Tumi Briem TBR, Daníel Máni Einarsson TBR, Jónas Orri Egilsson TBR, Arnar Svanur Huldarsson BH, Sindri Sigurðarson UMF Samherjar, Sóldís Inga Gunnarsdóttir Afturelding, Auður Magnea Sigurðardóttir UMF Þór. 2004 - U15

Gabríel Ingi Helgason BH
Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH
Stefán Steinar Guðlaugsson TBR
Stefán Eiríksson TBR
Guðmundur Adam Gígja BH
Smári Sigurðsson TBR
Andri Freyr Haraldsson TBR
Úlfur Sigmundsson Samherjum
María Rún Ellertsdóttir ÍA
Hildur Marín Gísladóttir Samherjum
Margrét Guangbing Hu Hamri
Anna Brynja Agnarsdóttir TBS
Svanlaug Halla Baldursdóttir TBS

2003 - U15
Steinþór Emil Svavarsson BH
Gústav Nilsson TBR
Stefán Árni Arnarsson TBR
Hákon Daði Gunnarsson BH
Guðmundur Hermann Lárusson TBR
Patrick Gabriel Bors TBS
Hörður Ingi Kristjánsson TBS
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR
Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR
Tinna Chloé Kjartansdóttir KR

2002 - U17
Sigurður Patrik Fjalarsson KR
Tómas Sigurðarson TBR
Magnús Már Magnússon KR
Gísli Marteinn Baldursson TBS
Katrín Vala Einarsdóttir BH
Karolina Prus BH
Anna Alexandra Petersen TBR
Lív Karlsdóttir TBR
Berglind Magnúsdóttir KR
Kristín Magnúsdóttir KR

2001 - U17
Brynjar Már Ellertsson ÍA
Andri Broddason TBR
Davíð Örn Harðarson ÍA
Magnús Daði Eyjólfsson KR
Halla María Gústafsdóttir BH
Una Hrund Örvar BH
Andrea Nilsdóttir TBR
Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS
Björk Orradóttir TBR
Eva Margit Atladóttir TBR

2000 - U19
Eysteinn Högnason TBR
Einar Sverrisson TBR
Daníel Ísak Steinarsson BH
Þórður Skúlason BH
Bjarni Þór Sverrisson TBR
Þórunn Eylands TBR
Sigríður Ása Guðmarsdóttir BH
Þórey Katla Brynjarsdóttir UMF Þór
Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA

1999 - U19
Elís Þór Dansson TBr
Símon Orri Jóhannsson TBR
Kristinn Breki Hauksson Afturelding
Tómas Andri Jörgensson ÍA
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA
Sólrún Anna Ingvarsdóttir TBR

Meistaraflokkur og A
Margrét Jóhannsdóttir TBR
Arna Karen Jóhannsdóttir TBR
Harpa Hilmisdóttir BH
Þórunn Eylands TBR
Sigríður Árnadóttir TBR
Andrea Nilsdóttir TBR
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA
Anna Margrét Guðmundsdóttir BH
Erla Björg Hafsteinsdóttir BH
Kristófer Darri Finnsson TBR
Róbert Þór Henn TBR
Jónas Baldursson TBR
Davíð Bjarni Björnsson TBR
Daníel Jóhannesson TBR
Róbert Ingi Huldarsson BH
Sigurður Eðvarð Ólafsson BH
Tómas Björn Guðmundsson BH
Elvar Már Sturlaugsson BH
Haukur Gylfi Gíslason Samherjum

 

28. ágúst, 2017 - mg

Viktor Axelsen heimsmeistari í einliđaleik karla

Viktor Axelsen ritaði nafn sitt í dönsku og evrópsku badmintonsögubækurnar í gær þegar hann varð heimsmeistari í einliðaleik karla. Viktor, sem er fæddur árið 1994, vann Lin Dan frá Kína í tveimur settum 22-20, 21-16 og varð með því fyrsti Evrópubúinn til að vinna einliðaleik karla síðan 1997 en þá vann Peter Rasmussen frá Danmörku þennan eftirsótta titil. Í undanúrslitum vann Viktor ríkjandi Ólympíumeistara, Chen Long. Fyrri lotan í úrslitaleiknum var mjög jöfn og spennandi og Lin Dan var yfir 20-19 en Viktor vann lotuna 22-20. Viktor leiddi seinni lotuna og var yfir 19-16 og vann að lokum 21-16. Úrslitaleikurinn í einliðaleik kvenna var æsispennandi en þarf mættust Nozomi Okuhara frá Japan og Sindhu V. Pusarla frá Indlandi. Leikurinn endaði með sigri Okuhara 21-19, 20-22, 22-20. Eitt rallýið varði í á fjórðu mínútu og áhorfendur fengu svo sannarlega spennandi leik þarna. Aðrir heimsmeistarar í badminton eru: Liu Cheng og Zhang Nan frá Kína í tvíliðaleik karla, Chen Quinchen og Jia Yifan frá Kína í tvíliðaleik kvenna og Tontowi Ahmad og Lilyana Natsir frá Indónesíu í tvenndarleik.