Skilmálar Afrekshóps

Val í afrekshóp byggir á eftirfarandi hlutum:
  • Frammistöðu á landsliðsæfingum 
  • Frammistöðu í mótum vetrarins
  • Æfingasókn á félagsæfingar 
  • Mat landsliðsþjálfara á hversu mikið eftirfarandi spilari getur bætt sig

Leikmenn sem eru valdir í afrekshóp þurfa að mæta eftirfarandi kröfum til að vera í hópnum:

  • Fjórar badmintonæfingar og tvær lyftingar/þrekæfingar á viku
  • Skyldumæting á allar landsliðsæfingar
  • Þátttaka í mótum völdum í samráði við landsliðsþjálfara
  • Færa æfingadagbók
  • Skila tímum í vinnu fyrir BSÍ pr. önn

Mæti leikmenn ekki þessum kröfum falla þeir sjálfkrafa út úr hópnum. Undantekningar frá kröfunum vegna meiðsla eða óviðráðanlega ástæðna eru í samráði við landsliðsþjálfara.