Mótareglur

Haustið 2008 gaf Badmintonsambandið út "Leiðbeinandi mótareglur" sem gilda um opinber badmintonmót sem háð eru innan vébanda BSÍ og eru skráð á mótaskrá BSÍ.

Um nokkurt skeið hafa stjórn og starfsmenn Badmintonsambandsins unnið að reglugerð um mótamál. Á þingi BSÍ 2007 var skorað á sambandið að útbúa slíkar reglur svo að bæði keppendur og aðstandendur vissu betur hvernig vinnureglur væru. Reglugerðin hefur verið unnin í samstarfi við aðildarfélögin en þau voru boðuð til fundar þar sem allir fengu möguleika á að koma sínum skoðunum á framfæri. Einnig voru reglurnar kynntar fyrir hluta leikmanna úr landsliðunum þar sem þeim gafst kostur á að koma með sínar ábendingar.

Stefnt er að því að reglurnar verði endurskoðaðar og uppfærðar á hverju ári.

Reglurnar voru endurskoðaðar haustið 2013, smellið hér til að skoða "Leiðbeinandi mótareglur Badmintonsambands Íslands".