Hugmyndanámskeið 1 - Badmintoníþróttaskólar

02.11.2008 - 26.10.2008

Tímasetning: Sunnudaginn 2.nóvember kl. 13-17 í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Lýsing: Íþróttaskólar fyrir 3-5 ára börn hafa verið algengir hjá íþróttafélögum víðsvegar um landið um árabil. Á námskeiðinu verður kynnt fyrirkomulag Badmintonfélags Hafnarfjarðar á badmintoníþróttaskóla. Þáttakendur fylgjast með einum tíma ásamt því að fá kynningu á markmiðum og skipulagi skólans. Góð leið til að auka nýliðun í félögunum og tengja iðkendur við félagið frá unga aldri.

Síðasti skráningardagur: Föstudagurinn 24.október á netfangið annalilja@badminton.is.

Þátttökugjald: 4.000 kr.

Sjá nánar um Hugmyndanámskeið BSÍ fyrir þjálfara veturinn 2008-2009 hér.