Badmintonnámskeiđ fyrir foreldra

13.09.2015 - 13.09.2015

Badmintonnámskeið fyrir foreldra sunnudaginn 13. september

Kennarar:

Claus Poulsen og Kenneth Larsen

Sunnudaginn 13.september kl.16-18 heldur Badmintonsamband Íslands námskeið fyrir badmintonforeldra. Námskeiðið verður haldið í TBR húsinu við Gnoðarvog.

Kennarar á námskeiðinu verða þeir Kenneth Larsen og Claus Poulsen. Báðir eru þeir mjög reynslumiklir þjálfarar, hafa starfað sem landsliðsþjálfarar, séð um þjálfaramenntun í Danmörku og gefið út fræðsluefni. Nýlega bjuggu þeir til badminton app sem heitir World Badminton Education.

Þeir Claus og Kenneth fjalla um hvernig foreldrar geta hjálpað iðkendum að setja sér markmið og fá sem besta upplifun af íþróttinni. Námskeiðið er verklegt að hluta þar sem foreldrarnir fá að prófa sig áfram með eitt tækniatriði og læra hver hugsunin er á bakvið kennslu tækni og leikfræði í badminton.

Námskeiðið kostar 3.000 kr á hvert foreldri, 5.000 kr ef hjón eða par skrá sig og greiða saman. Senda þarf skráningu með nafni, símanúmeri og aldri badmintoniðkanda á netfangið bsi@badminton.is.