Ţjálfaranámskeiđ - Claus Poulsen og Kenneth Larsen

12.09.2015 - 13.09.2015

Þjálfaranámskeið helgina 11. - 13. september

Kennarar:

Claus Poulsen og Kenneth Larsen

Helgina 11. - 13. september mun Badmintonsamband Íslands standa fyrir þjálfaranámskeiði. Kennarar á námskeiðinu verða þeir Kenneth Larsen og Claus Poulsen.
Kenneth Larsen er fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur og Íslands í badminton og kennir við Háskólann í Álaborg. Claus Poulsen er fyrrum unglingalandsliðsþjálfari Dana og hann kennir einnig við Háskólann í Álaborg. Þeir hafa nýverið þróað APP fyrir snallsíma og tölvur með badmintonæfingum.

Ég bið ykkur góðfúslega um að koma þessum upplýsingum til ykkar þjálfara og vona að sem flestir sjái sér hag í að mæta á námskeiðið.

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

Laugardagur 12. september
9:00 - 10:00 Fyrirlestur - taktík í tvíliðaleik og þjálfun
10:00 - 12:00 Tvíliðaleiksþjálfun - taktík / U15 og U17

13:00 - 15:00 Tvíliðaleiksþjálfun - taktík / U19 og A-lið
15:30 - 18:00 Fyrirlestur og undirbúningur fyrir Haustmót KR á sunnudegi

Sunnudagur 13. september
10:00 - 14:00 Þjálfun þjálfara í að segja til á mótum. Kenneth og Claus segja þjálfurum sem voru á námskeiðinu til á Haustmóti KR.

Skráning á námskeiðið er hafin en verð er 15.000,-
Innifalið er námskeið föstudagskvöld 11. september og laugardag 12. september.
Claus og Kenneth munu svo vera á Haustmóti KR sunnudaginn 13. september og hjálpa þjálfurum sem mæta á námskeiðið að coacha á því móti.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda póst til netfangsins bsi@badminton.is