Íţróttakennaranámskeiđ - Akureyri

15.08.2013 - 15.08.2013
Badmintonsamband Íslands býður íþróttakennurum á námskeið um badmintonkennslu í 
skólum. Námskeiðið fer fram á Akureyri fimmtudaginn 15.ágúst kl. 10-14 í samstarfi við 
Íþróttakennarafélag Akureyrar. Nánari staðsetning verður kynnt þegar nær dregur.

Markmið 
 
Markmiðið með námskeiðinu er að kynna kennurum ýmsar leiðir til að kenna badminton á 
skemmtilegan hátt í bæði litlum og stórum hópum við mismunandi aðstæður. Stuðst verður 
við kennsluefni frá Alþjóða Badmintonsambandinu sem útbúið hefur verið í tengslum við 
þróunarverkefnið Shuttle Time. Þróunarverkefnið hefur það að markmiði að auka 
badmintonkennslu í grunnskólum um allan heim.
 
Skráning 
 
Skráningar skulu sendar á netfangið bsi@badminton.is með upplýsingum um nafn, netfang og símanúmer kennara ásamt nafni skóla.

Kennarar 
 
Kennarar á námskeiðinu verða badmintonþjálfararnir og íþróttakennararnir Irena Ásdís 
Óskarsdóttir og Anna Lilja Sigurðardóttir. Þær hafa mikla reynslu af badmintonþjálfun og 
hafa sótt námskeið hjá Alþjóða Badmintonsambandinu um skólabadmintonverkefnið 
Shuttle Time.