Unglingamót TBA

06.10.2007 - 07.10.2007
Unglingamót TBA 2007verður haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri helgina 6. -7. október og hefst kl. 10.00 á laugardag en kl. 9.00 á sunnudag. Reiknað er með keppni fram að undanúrslitum á laugardeginum.

Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í aldursflokkunum U13, U15, U17 og U19. Keppt verður í aukaflokki í þeim greinum þar sem fjöldi þátttakenda er nægur. Keppnisgjöld pr. keppanda verða sem hér segir:

Aldursflokkur Einliðal. Tvíl./tvenndarl.

U13 700 kr 500 kr
U15 700 kr 500 kr
U17 700 kr 500 kr
U19 700 kr 500 kr

 

Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi miðvikudaginn 3. október n.k. til:

Hjördísar Sigursteinsdóttur
Helgamagrastræti 1 - 600 Akureyri
hjordis@unak.is
Sími 865-0001

Vinsamlega raðið þátttakendum eftir styrkleika á þátttökutilkynningum og/eða gefið upplýsingar um getu þeirra (t.d. besta/bestu lið, vanir spilarar, byrjendur). Ef þið viljið faxa tilkynningarnar, þá vinsamlegast hringið fyrst til að fá uppgefið fax­númer.

Best væri ef þátttökutilkynningar bærust á skráningarforminu frá BSÍ á tölvutæku formi.

Boðið er upp á gistingu og morgunmat í íþróttahöllinni fyrir þá sem það kjósa.

Sent öllum aðildarfélögum BSÍ.

 

F.h.

Tennis- og Badmintonfélags Akureyrar

Hjördís Sigursteinsdóttir